Herfylki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Herfylki er hernaðareining sem, að öllu jöfnu, samanstendur af tveimur til sex undirfylkjum og yfirleitt undir stjórn undirofursta. Þegar herfylki eru hluti af stærri hernaðareiningum eru þau oft mjög sérhæfð. Til dæmis eru átta sérhæfð undirfylki í hverri vélvæddri fótgönguliðsdeild rússneska hersins.

Sjálfstæð herfylki í herjum smærri ríkja eru hinsvegar oft samansett úr fjölbreyttum einingum. Svo sem blöndu fótgönguliðsundirfylkja og skriðdrekaundirfylkja.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.