Fara í innihald

Herforingjastjórn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Herforingjastjórn er stjórnarfar þar sem stjórn landsins er í höndum hersins. Slík stjórn getur verið opinber (t.d. þar sem ríkisstjórn landsins er herforingjaráð) eða óopinber (t.d. þar sem yfirmenn hersins hafa mikil áhrif á borgaralega ríkisstjórn). Yfirleitt tekur herforingjastjórn við völdum eftir stjórnarbyltingu. Oft er yfirlýstur tilgangur slíkra stjórna sá að vera starfsstjórnir tímabundið þar til „eðlilegt ástand“ kemst aftur á, t.d. þegar mikill órói ríkir. Stundum leiðir herforingjastjórn til einræðis þar sem einn valdamikill herforingi eða borgaralegur stjórnmálamaður með mikil tengsl við herinn verður einræðisherra.

Lönd þar sem herforingjastjórnir eru við völd

[breyta | breyta frumkóða]
  • Fáni Súdan Súdan; Bráðabirgðaherstjórn eftir byltinguna 2019.
  • Fáni Malí Malí; Herforingjastjórn frá valdaráninu 2020.
  • Fáni Mjanmar Mjanmar; Herforingjastjórn frá valdaráninu 2021.
  • Fáni Búrkína Fasó Búrkína Fasó; Herforingjastjórn frá valdaráninu 2022.
  • Fáni Níger Níger; Herforingjastjórn frá valdaráninu 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.