Fara í innihald

Herdísarvíkur-Surtla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuð Surtlu prýðir vegg á Keldum.

Herdísarvíkur-Surtla var kind sem Hlín Johnsen sambýliskona Einars Benediktssonar átti. Hlín átti 300 kindur sem gengu sjálfala í fjalllendi upp af Herdísarvík og í fjörum þar. Haustið 1951 var ákveðið af yfirvöldum að ráðast í fjárskipti á Suðurlandi, skera niður fé vegna mæðiveiki og garnaveiki og átti engin kind að leynast á svæðinu. Svört ær með lambi slapp og leyndist á svæðinu árum saman en var lokum skotin eftir mikla eltingarleiki.

Fjölda manna leitaði að Surtlu í langan tíma áður en hún náðist. Einhverjir töldu að Surtla hefði ekki getað verið sýkt vegna þess þreks sem hún sýndi í eltingaleiknum sem stóð yfir í meira en eitt ár. Í dag prýðir uppstoppað höfuð Surtlu vegg í Tilraunastöðinni á Keldum til minningar og sem fulltrúi þessa harðgera sauðkindastofns sem hafði verið á Suðurlandi frá landnámi en var útrýmt í þessum fjárskiptum.