Fara í innihald

Helgur dómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgir dómar eru líkamshlutar heilagra manna eða gripir sem með einum eða öðrum hætti hafa komist í snertingu við dýrlinga. Helgir dómar eru sumstaðar ennþá hafðir til tilbeiðslu í kirkjum og hofum. Þeir eru mikilvægur þáttur kaþólskunnar og einnig búddisma, hindúisma og fleiri trúarbragða. Í kaþólska eru helgir dómar til dæmis að taka: flísar úr krossi Krists, snifsi úr klæðum dýrlinga eða bein þeirra. Helgir dómar þessir eru varðveittir í ótal kirkjum í Evrópu og voru og eru taldir hafa yfirnáttúrulega krafta og lækningamátt.

Á Íslandi voru ýmsir helgir dómar í kaþólsku, svo sem tennur, og voru þeir gjarnan geymdir í skrínum í ýmsum kirkjum landsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.