Fara í innihald

Helgi P. Briem

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgi Pálsson Briem (18. júní 1902 - 2. ágúst 1981) var sendiráðsstarfsmaður og og sendiherra.

Hann stundaði hagfræðinám í Oxford, varð skattstjóri í Reykjavík 1929 og var frá 1930 bankastjóri Útvegsbankans. Árið 1932 varð hann fiskifulltrúi Íslands á Spáni. Hann bjó í Barcelona í nokkur ár og fór svo til Þýskalands og vann í þar í sendiráði Danmerkur og var þar þegar síðari heimsstyrjöldin hófst. Kona hans Doris var bresk. Þau fluttu til Portúgals og þaðan til Bandaríkjanna og svo til Svíþjóðar en Helgi varð þar sendiherra til 1956.Í stríðinu þegar Helgi var staðsettur í Portúgal sá hann um miðlun á sendibréfum milli Íslands og hernuminna landa. Bréfin fóru í gegnum ritskoðun í þeim löndum.