Fara í innihald

Helga Margrét Ögmundsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helga Margrét Ögmundsdóttir (f. 1948) er fyrrum prófessor við Háskóla Íslands.

Helga Margrét Ögmundsdóttir er fædd í Reykjavik 1948 og átti íslenskan föður og þýska móður. Eiginmaður Helgu er Peter Holbrook, tannlæknir og fyrrum prófessor, og eiga þau tvo syni.

Hún lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1975 og doktorsprófi í ónæmisfræði frá Edinborgarháskóla 1979. Eftir heimkomu frá námi og störfum í Edinborg 1981 starfaði hún fyrstu árin á Rannsóknastofu í veirufræði en 1987 var hún ráðin til Krabbameinsfélags Íslands til að koma á fót Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði sem hún stýrði síðan ásamt Jórunni Erlu Eyfjörð, sameindaerfðafræðingi.[1] Rannsóknastofan var flutt til Læknadeildar Háskóla Íslands 2008 og heitir nú Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum Geymt 24 júlí 2019 í Wayback Machine.

Helga var prófessor við læknadeild Háskóla Íslands frá 2001 og kenndi íslenskum læknanemum frumulíffræði frá 1986 til starfsloka 2018. Síðustu 20 ár starfsævinnar vann Helga að uppbyggingu rannsóknatengds náms við læknadeild HÍ til meistara- og doktorsprófs. Á þessum árum þróaðist doktorsnámið frá því að doktorsvarnir voru 1-3 á ári í að þær voru orðnar vel á annan tug 2018.[1]

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Helga starfaði við rannsóknir og kennslu en sinnti einnig margvíslegum stjórnunarstörfum á sviði krabbameinsrannsókna og rannsóknatengds framhaldsnáms. Viðfangsefni Helgu í rannsóknum hafa verið fjölbreytt.[2] Þar má m.a. nefna starfshætti meðfædda ónæmiskerfisins[3] en á rannsóknastofunni hjá Krabbameinsfélaginu var lögð áhersla á rannsóknir á brjóstakrabbameinum.[4][5][6][7][8] Rannsóknir á ónæmisfræði og krabbameinum sameinuðust síðan í rannsóknum á ættlægum afbrigðum í starfsemi mótefnamyndandi frumna og illkynja meinum í slíkum frumum.[9] Í samvinnu við Kristínu Ingólfsdóttur hóf Helga rannsóknir á virkni efna úr íslenskum fléttum gegn krabbameinsfrumum[10][11][12]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Helga var sæmd Fálkaorðunni 1999 fyrir vísindastörf[13] og hlaut ásamt Jórunni Erlu Eyfjörð verðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2005.[14] Þá heiðraði Læknafélag Íslands Helgu á afmælisári félagsins 2018 fyrir störf að uppbyggingu rannsóknatengds náms í læknadeild[15] og sama ár var haldið málþing henni til heiðurs „Krabbameinsrannsóknir og gæði framhaldsnáms“.[16]

Ýmis störf

[breyta | breyta frumkóða]

Helga sat í stjórn Evrópusamtakanna um krabbameinsrannsóknir (European Association for Cancer Research) í 10 ár, þar af sem ritari frá 1998-2004[17] og er heiðursfélagi í samtökunum. Hún var formaður Vísindanefndar Háskóla Íslands 2006-2011,[18] fulltrúi rektors í valnefndum fyrir akademísk störf 2008-2014.[1]

 1. 1,0 1,1 1,2 „Háskóli Íslands. Helga Ögmundsdóttir prófessor emeritus. Ferilaskrá“. Sótt 31. júlí 2019.
 2. Háskóli Íslands. Helga Ögmundsdóttir prófessor emeritus. Ritaskrá Geymt 11 ágúst 2020 í Wayback Machine. Sótt 29. júlí
 3. Ögmundsdóttir, H.M. & Weir, D.M. (1980). Mechanisms of macrophage activation. Clin. exp. Immunol., 40, 223-234.
 4. Ögmundsdóttir, H.M, Pétursdóttir, I. & Guðmundsdóttir I. (1995) Interactions between the immune system and breast cancer. Acta Oncologica. 34, 647-650.
 5. Ásgeirsson KS, Jónasson JG, Tryggvadóttir L, Ólafsdóttir K, Sigurgeirsdóttir JR, Ingvarsson S, Ögmundsdóttir HM. 2000. Altered expression of E-cadherin in breast cancer: patterns, mechanisms and clinical significance. Eur J Cancer, 36, 1098-1106.
 6. Guðmundsdóttir I, Jónasson JG, Sigurðsson H, Ólafsdóttir K, Tryggvadóttir L, Ögmundsdóttir HM. 2000. Altered expression of HLA class I antigens in breast cancer: association with prognosis. Int J Cancer (Pred Oncol), 89, 500-505.
 7. Fridriksdottir AJR, Gudjonsson Th, Halldorsson Th, Björnsson J, Steinarsdottir M, Johannsson O Th, Ögmundsdottir HM.2005. Establishment of three human breast epithelial cell lines derived from carriers of the 999del5 BRCA2 Icelandic founder mutation. In Vitro Cell Dev Biol Anim.41:337-342.
 8. Steinarsdottir M, Gudmundsson IH, Jonasson JG, Olafsdottir EJ, Eyfjörd JE, Ogmundsdottir HM. Cytogenetic polyclomality of breast carcinomas: Association with clrinico-pathological characteristics and outcome. Genes Chromosomes Cancer. 2011 Nov;50(11):930-9. doi: 10.1002/gcc.20915. Epub 2011 Aug 24.
 9. Steingrímsdóttir H, Einarsdóttir HK, Haraldsdóttir V, Ogmundsdóttir HM. Familial monoclonal gammopathy: hyper-responsive B cells in unaffected family members. Eur J Haematol. 2011;86(5):396-404.
 10. Bessadottir M, Egilsson M, Einarsdottir E, Magnusdottir IH, Ogmundsdottir MH, Omarsdottir S, Ogmundsdottir HM. Proton-Shuttling lichen compound usnic acid affects mitochondrial and lysosomal function in cancer cells. PLoS ONE | www.plosone.org 1 December 2012 | Volume 7 | Issue 12 | e51296
 11. Bessadóttir M, Eiríksson FF, Becker S, Ögmundsdóttir MH, Ómarsdóttir S, Thorsteinsdóttir M, Ögmundsdóttir HM. Antproliferative and pro-apoptotic effects of lichen-derived compound protolichesterinic acid are not mediated by its lipoxygenase-inhibitory activity. Prostaglandins Leukot Essent Fatty Acids. 2015 Jul;98:39-47. doi: 10.1016/j.plefa.2015.04.009. Epub 2015 Apr 29
 12. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Ögmundsdóttir rannsakað? Sótt 29. júlí 2019
 13. Forseti Íslands. Orðuhafaskrá. Sótt 29. júlí
 14. Vísndafélag Íslands. Ásusjóður Geymt 25 maí 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. júlí
 15. Læknafélag Íslands. (2018). [https://www.lis.is/is/um-li/frettakerfi/adalfundur-laeknafelags-islands Aðalfundur læknafélags Íslands]. Sótt 29. júlí
 16. Háskóli Íslands. (2018). Krabbameinsrannsóknir og gæði framhaldsnáms – Málþing til heiðurs Helgu M. Ögmundsdóttur. Sótt 29. júlí
 17. [https://cancerresearch.hi.is/?page_id=80 Rannsóknastofa í krabbameinsfræðum. Helga M. Ögmundsdóttir] Geymt 31 júlí 2019 í Wayback Machine. Sótt 29. júlí
 18. Háskóli Íslands. Nefndir háskólaráðs. Starfsnefndir. Vísindanefnd – ársskýrslur vísindanefndar. Sótt 29. júlí