Helga Þórisdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helga Þórisdóttir
Fædd15. júlí 1968 (1968-07-15) (55 ára)
MenntunLögfræðingur
StörfForstjóri
StofnunPersónuvernd

Helga Þórisdóttir (fædd 15. júlí 1968) er íslenskur lögfræðingur. Síðan 2015 hefur hún gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar. Áður starfaði Helga hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og menntamálaráðuneytinu. Áður en hún tók til starfa hjá Persónuvernd starfaði Helga sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra hjá Lyfjastofnun.[1][2]

Þann 27. mars 2024 gaf Helga kost á sér til embættis forseta Íslands.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Árni Sæberg (13. mars 2024). „Forstjóri Persónuverndar í­hugar alvarlega að gefa kost á sér“. Vísir.is. Sótt 8. apríl 2024.
  2. „Helga Þórisdóttir skipuð nýr forstjóri Persónuverndar“. Kjarninn. 1. júní 2015. Sótt 8. apríl 2024.
  3. Andri Yrkill Valsson (27. mars 2024). „Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta“. RÚV. Sótt 8. apríl 2024.