Helga Þórisdóttir
Útlit
Helga Þórisdóttir | |
---|---|
Fædd | 15. júlí 1968 |
Menntun | Lögfræðingur |
Störf | Forstjóri |
Stofnun | Persónuvernd |
Helga Þórisdóttir (fædd 15. júlí 1968) er íslenskur lögfræðingur. Síðan 2015 hefur hún gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar. Áður starfaði Helga hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og menntamálaráðuneytinu. Áður en hún tók til starfa hjá Persónuvernd starfaði Helga sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra hjá Lyfjastofnun.[1][2]
Þann 27. mars 2024 gaf Helga kost á sér til embættis forseta Íslands.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Árni Sæberg (13. mars 2024). „Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér“. Vísir.is. Sótt 8. apríl 2024.
- ↑ „Helga Þórisdóttir skipuð nýr forstjóri Persónuverndar“. Kjarninn. 1. júní 2015. Sótt 8. apríl 2024.
- ↑ Andri Yrkill Valsson (27. mars 2024). „Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta“. RÚV. Sótt 8. apríl 2024.