Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu
Forsíða Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu

Bakhlið Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu
Bakhlið

Gerð EXP-IM 64
Flytjandi Helena Eyjólfsdóttir, hljómsveit Kjell Karlsen
Gefin út 1959
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1959. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir fjögur erlend metsölulög við undirleik hljómsveitar Kjell Karlsen. Tekið er fram á plötuumslagi að sungið sé einraddað og tvíraddað. Mynd á forsíðu vísar í tvíröddunina. Platan er hljóðrituð í mono. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Engan hring - Lag - texti: Otis - Björn Bragi Magnússon
  2. Bel ami - Lag - texti: Mackeben - Jón Sigurðsson
  3. Hvítu mávar - Lag - texti: Lange - Björn Bragi Magnússon - Hljóðdæmi 
  4. Gleym mér ei vinur - Lag - texti: Möhrens - Björn Bragi Magnússon