Fara í innihald

Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu
Bakhlið
EXP-IM 64
FlytjandiHelena Eyjólfsdóttir, hljómsveit Kjell Karlsen
Gefin út1959
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Helena Eyjólfsdóttir syngur metsölulögin frá Evrópu er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1959. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir fjögur erlend metsölulög við undirleik hljómsveitar Kjell Karlsen. Tekið er fram á plötuumslagi að sungið sé einraddað og tvíraddað. Mynd á forsíðu vísar í tvíröddunina. Platan er hljóðrituð í mono. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Engan hring - Lag - texti: Otis - Björn Bragi Magnússon
  2. Bel ami - Lag - texti: Mackeben - Jón Sigurðsson
  3. Hvítu mávar - Lag - texti: Lange - Björn Bragi Magnússon - Hljóðdæmi
  4. Gleym mér ei vinur - Lag - texti: Möhrens - Björn Bragi Magnússon