Helena Eyjólfsdóttir og Neó tríóið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Helena Eyjólfsdóttir og Neó tríóið.
Forsíða Helena Eyjólfsdóttir og Neó tríóið

Bakhlið Helena Eyjólfsdóttir og Neó tríóið
Bakhlið

Gerð 45-2001
Flytjandi Helena Eyjólfsdóttir
Gefin út 1959
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Helena Eyjólfsdóttir og Neó tríóið er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1959. Á henni flytur Helena Eyjólfsdóttir tvö lög ásamt söngkvartett og NEÓ tríóinu. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmynd: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Borgin sefur - Lag - texti: Di Raola - Jón Sigurðsson- Hljóðdæmi 
  2. Syngdu glaðan söng - Lag - texti: Harbach - Jón Sigurðsson


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Hún er adeins 16 ára, en hefur þó sungið 12 lög á plötur sem allar hafa orðið metsöluplötur, hefur fengið tilboð um að syngja inn á plötur á norsku, ensku og þýzku, er boðið að syngja í Svíþjóð og Noregi en langar helzt að fara til Akureyrar í sumar til að syngja þar með Atlantik kvartettnum.

Hún hefur fengið tilboð um að syngja á plötur í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Bretlandi og U.S.A. en mesta áhugamál hennar er að eignast pianó svo að hún geti hafið píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavik, þar leggur hún stund á tónfræði en langar til að læra á píanó, þegar hún hefur safnað sér fyrir slíkum hlut.

HELENA hóf nám hjá Guðrúnu Pálsdóttur, söngkennara, 8 ára að aldri og 11 ára söng hún inn á sína fyrstu plötu fyrir ÍSLENZKA TÓNA og voru það sálmarnir HEIMS UM BÓL og Í BETLEHEM ER BARN OSS FÆTT, plötunni var forkunnar vel tekið, og varð mest selda jólaplata ársins 1954. Fjögur ár liðu, fjögur ár, þar sem skólinn sat fyrir, og enginn tími var til að syngja nema á skólaskemmtunum og árshátíðum. Árið 1958 fór Helena til Akureyrar og söng þar heilt sumar með Atlantik kvartettnum, við geysihrifningu. Um haustið söng hún á hljómleikum með Atlantik kvartettnum við prýðisdóma og ágætar undirtektir, skömmu síðar söng hún inn á þrjár plötur fyrir ÍSLENZKA TÓNA og urðu þær allar metsöluplötur og vöktu athygli hérlendis sem erlendis, og hefur hún nú fengið fjölda tilboða víðsvegar að um að syngja inn á plötur fyrir ýmis erlend hljómplötufyrirtæki. Hvaða tilboðum hún tekur er ekki vitað enn. Jafnframt hafa plötur hennar verið leiknar í fjölda mörgum útvarpsstöðvum m. a. í Bandarikjunum og hafa Helenu því borizt nokkur tilboð þaðan.

Vonandi verður þessi nýja plata með HELENU og NEÓ TRÍÓINU jafn vinsæl sem fyrri plötur hennar sem hlotið hafa viðurkenningu víða um lönd.