Heimsljós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heimsljós er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937-1940, en heildarútgáfa skáldverksins kom fyrst út árið 1955. Bókin skiptist í: 1. Ljós heimsins 2. Höll sumarlandssins 3. Hús skáldsins 4. Fegurð himinsins. Halldór notaði dagbækur Magnúsar Hj. Magnússonar (1873-1916) skálds við samningu bókarinnar auk ýmissa annarra aðfanga. Nafnið Heimsljós er sótt í síðustu ljóðlínur kvæðisins Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson: Hnigið er heimsljós,/himinstjörnur tindra./Eina þreyi eg þig.

Bókin fjallar um ævi Ólafs Kárasonar Ljósvíkings, baráttu hans við raunveruleikann og hvernig hann samræmir hann skáldsýn sinni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.