Heima er bezt
Jump to navigation
Jump to search
Heima er bezt er íslenskt tímarit sem komið hefur út samfellt frá árinu 1951. Í hverju tölublaði er að finna eitt forsíðuviðtal hverju sinni þar sem rætt er við einstaklinga vítt og breitt af landinu um ævistarf þeirra, hugðarefni og margt fleira. Í blaðinu birtast einnig frásagnir fólks af ýmsum atburðum, sem það hefur upplifað á árum áður; ferðasögur, þjóðhættir, siðir og venjur áður fyrr. Þá eru birtar smásögur, framhaldssögur, vísna- og dægurljóðaþáttur er í hverju hefti, myndbrot með myndum héðan og þaðan af landinu, auk ýmiss annars efnis. Tímaritið er gefið út mánaðarlega.
Útgefendur:
- Bókaútgáfan Norðri 1951-1956
- Bókaforlag Odds Björnssonar 1957-1991
- Skjaldborg hf. 1992-2003
- Athygli ehf. 2003
- Umgerð ehf. 2004-2011
- Heima er bezt útgáfa ehf. 2012-
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- „Gegnir:Heima er bezt“. Sótt júní 2007.