Heilbrigði trjágróðurs
Útlit
Heilbrigði trjágróðurs: Skaðvaldar og varnir gegn þeim (ISBN 9979-1-0333-7) er bók um meindýr og sjúkdóma í trjágróðri á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson skordýrafræðing og Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðing. Hún var gefin út af Iðunn árið 1997 og endurútgefin og aukin 2014 (ISBN 978-9979-1-0528-2).