Heilalömun
Heilalömun (stundum kallað CP hreyfihömlun; á ensku: cerebral palsy) er tegund varanlegrar hreyfihamlanar sem kemur fram hjá ungum börnum. Einkenni heilalömunar geta verið mismunandi milli fólks. Ásamt hreyfihömluninni eru einkenni oft skert samhæfing, vöðvastífleiki, og vöðvaskjálftar. Fólk getur átt erfitt með snertiskyn, sjón, heyrn, kyngingu, og að tala. Börn með heilalömun geta ekki eða eru mun lengur að geta sitið upprétt, skriðið, eða gengið. Um þriðjungur þeirra sem eru með heilalömun eru flogaveikir, um þriðjungur á erfitt með rökhugsun. Einkennin koma fram hjá ungum börnum en versna ekki yfir ævina.[1]
Heilalömun orsakast af skemmdum eða óeðlilegum vaxtaþroska í þeim hlutum heilans sem stjórna hreyfingu, jafnvægi, og líkamsstöðu. Þessi vandamál koma oftast fram á meðgöngu en geta líka komið fyrir í fæðingu eða stuttu þar eftir. Oft er bein orsök skemmdarinnar óþekkt. Áhættuþættir eru að vera fyrirburi, að vera tvíburi, ákveðnar sýkingar í móður eins og bogfrymlasótt (toxoplasmosis) og rauðir hundar, að vera útsettur fyrir metýl-kvikasilfri, erfið fæðing, höfuðáverkar á fyrstu árum ævi, og fleiri.
Heilalömun er algengasta hreyfihömlunin hjá börnum.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Cerebral Palsy: Hope Through Research“. National Institute of Neurological Disorders and Stroke. júlí 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2017. Sótt 21. febrúar 2017.