Fara í innihald

Heiða Kristín Helgadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heiða Kristín Helgadóttir
Fædd20. apríl 1983
FlokkurBesti flokkurinn
Björt framtíð
MakiGuðmundur Kristján Jónsson
Börn3

Heiða Kristín Helgadóttir (fædd 20. apríl 1983[1]) er íslenskur stjórnmálamaður og frumkvöðull. Hún stofnaði og leiddi Besta flokkinn og Bjarta framtíð.

Æviágrip og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Heiða Kristín Helgadóttir fæddist í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Hún er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.[2][3]

Starfsframi

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir útskrift úr háskóla vann Heiða á rannsóknarstofu fyrir gervigreind. Á sama tíma kynnti vinur hennar, Gaukur Úlfarsson, hana fyrir grínistanum Jón Gnarr. Í miðri fjármálakreppu Íslands stofnuðu Heiða og Jón Besta flokkinn árið 2009, upprunalega með það að leiðarljósi að skopstæla pólitískar venjur Íslands.[2][4] Heiða leiddi herferð Besta flokksins í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur árið 2010 og unnu þau óvæntan sigur sem leiddi til þess að Jón Gnarr varð Borgarstjóri Reykjavíkur. Í valdatíð Jóns sem Borgarstjóri á árunum 2010 til 2014 var Heiða ráðgjafi Jóns og trúnaðarmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Besta flokksins.[5][6][7][8]

Árið 2013 stofnaði Heiða stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð, arftaka Besta flokksins, með Guðmundi Steingrímssyni.[9] Hún starfaði sem formaður flokksins frá stofnun hans til loka desember 2014.[10] Í fyrstu alþingiskosningum Bjartrar framtíðar í apríl 2013, hlaut flokkurinn 8,2% fylgi sem leiddi til að sex af 63 sætum á Alþingi Íslands féllu í þeirra skaut.[11] Heiða sat sem varaþingmaður í fjarveru Bjartar Ólafsdóttur á meðan sú síðarnefnda var í fæðingarorlofi.[12]

Árið 2015 var Heiða kynnir í vikulegum stjórnmálaþætti á Stöð 2.[13]

Árið 2015 stofnaði Heiða frumkvöðlafyrirtækið EFNI ehf, markaðsfyrirtæki í Reykjavík, með bandaríska frumkvöðlinum Oliver Luckett.[14][15]

Persónulegt líf

[breyta | breyta frumkóða]

Heiða Kristín Helgadóttir er þriggja barna móðir.[2] Hún er gift Guðmundi Kristjáni Jónssyni.[16]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Heiða Kristín Helgadóttir“. Althing. 2. desember 2015.
  2. 2,0 2,1 2,2 Pendakis, Andrew (2012–13). „Joking Seriously: The Artful Political Science of Besti Flokkurinn: An Interview with the Best Party's Heiða Kristín Helgadóttir“. Meditations: Journal of the Marxist Literary Group. 26.
  3. „Iceland is on top of the world for women's rights“. Irish Examiner. 9. mars 2014.
  4. Lansford, Tom (2015). Political Handbook of the World 2015. CQ Press.
  5. „Icelander's Campaign Is a Joke, Until He's Elected“. The New York Times. 25. júní 2010.
  6. „For a Free-Form Radio Conference, a Kindred Spirit“. The New York Times. 30. október 2011.
  7. „Did politics ruin 'the world's coolest mayor'?“. Toronto Star. 23. júní 2014.
  8. „Who Else Were You Going to Vote for?“. The Yale Globalist. 22. desember 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2018. Sótt 24. júlí 2018.
  9. „New Party Coming Up Strong“. The Reykjavík Grapevine. 3. desember 2012.
  10. „Heiða Kristín hættir sem stjórnarformaður“. Björt framtíð. 15. desember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2018. Sótt 24. júlí 2018.
  11. „Iceland vote: Centre-right opposition wins election“. BBC. 28. apríl 2013.
  12. „Nauðsynleg hreinsun átti sér stað“. Morgunblaðið. 22. ágúst 2015.
  13. „Heiða Kristín Helgadóttir með nýjan þátt um þjóðmál á Stöð 2“. Kjarninn. 12. janúar 2015.
  14. „Fresh from Iceland: Bounty of fish about to land in Denver, with a story to tell“. The Denver Post. 11. júní 2018.
  15. „Oliver Luckett Helps Icelandic Brand Inklaw Set Up Pop-up Atelier in New York“. WWD. 4. mars 2016.
  16. „Jón Gnarr gifti Heiðu Kristínu og Guðmund“. Vísir. 2. janúar 2015.