Heiða í Ölpunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heiða í Ölpunum (j. アルプスの少女ハイジ Alps no Shoujo Heidi) er japönsk anime teiknimynd gerð árið 1974. Teiknimyndin er byggð á barnabókinni Heiða sem svissneski höfundurinn Johanna Spyri skrifaði árið 1880.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Þegar frænka munaðarleysingjans Heiðu fær starf í Frankfurt er Heiðu komið fyrir í fóstur hjá afa sínum. Afi hennar er gamall og bitur maður sem býr einn í bjálkakofa í svissnesku ölpunum. Með lífsgleði sinni og bjartsýni tekst Heiðu hins vegar að bræða hjarta hans.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]