Fara í innihald

Heckler & Koch USP

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heckler & Koch USP 9mm

Heckler & Koch USP er hálfsjálfvirk skammbyssa, framleidd af þýska skotvopnafyrirtækinu Heckler & Koch. Hún var hönnuð árið 1993 af manni að nafni Helmut Weldle, sem hefur hannað margar tegundir af skotvopnum fyrir Heckler & Koch seinustu áratugina. Skammbyssan er hliðarvopn í Bundeswehr, sem er þýsk sérsveit, hún er líka hliðarvopn í herjum og sérsveitum í 13 öðrum löndum. Hægt er að nota fjórar tegundir af skotum í skammbyssuna, .45 ACP, .40 S&W, .357 SIG og 9X19mm Parabellum. USP er skammstöfun á þýsku fyrir Universelle Selbstladepistole.

Skammbyssan er um 200 mm að lengd og er í kringum 760 grömm að þyngd.