Helín
Útlit
(Endurbeint frá He)
Vetni | Helín | ||||||||||||||||||||||||
Neon | |||||||||||||||||||||||||
|
Helín eða helíum (frá gríska orðinu ἥλιος helios sem þýðir „Sólin“) er frumefni með efnatáknið He og er númer tvö í lotukerfinu. Það er litlaus, lyktarlaus, bragðlaus, skaðlaus og óvirk eðallofttegund.
Suðu- og bræðslumark þess er það lægsta á meðal frumefnanna. Að undanskildum öfgakenndum aðstæðum, er það aðeins til í gasformi. Það er næstalgengasta frumefnið í alheiminum, en á Jörðinni finnast stórar birgðir af því eingöngu í jarðgasi. Það er notað við lághitafræði, í djúpsjávaröndunartækjum, til að blása upp blöðrur og sem hlífðargas í margvíslegum tilgangi.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Helín.