Haukur Birgir Hauksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haukur Birgir Hauksson
Upplýsingar
Fæðingardagur 16. mars 1944
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Dánardagur    30. júlí 1973
Dánarstaður    Reykjavík, Ísland
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1968–1973 Ármann

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Haukur Birgir Hauksson (16. mars 1944 – 30. júlí 1973) var íslenskur knattspyrnumaður. Hann hóf að leika knattspyrnu með meistaraflokki og 1. flokki Ármanns við stofnun knattspyrnudeildar félagsins árið 1968 auk þess að þjálfa hjá því.[1] Þann 26. júní 1973, hlaut hann alvarleg innvortis meiðsl eftir samstuð við andstæðing í leik Ármanns og Vals í 1. flokki[2] og lést að lokum rúmlega mánuði seinna af völdum þeirra.[3] [4][5] Hann var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að látast af meiðslum í leik í 40 ár eða síðan Jón Karel Kristbjörnsson, markvörður Vals, lést af völdum meiðsla sem hann hlaut við samstuð við leikmann KR í úrslitaleik Íslandsmótsins 1930.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Haukur Birgir Hauksson - Minning“. Morgunblaðið. 12. ágúst 1973. bls. 22 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Ódrengileg framkoma á leikvelli“. Tíminn. 28. júní 1973. bls. 16. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  3. „Haukur látinn“. Morgunblaðið. 1. ágúst 1973. bls. 30. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  4. „Knattspyrnumaður úr Ármanni lézt af völdum meiðsla í knattspyrnuleik“. Tíminn. 31. júlí 1973. bls. 17. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  5. „Lézt eftir meiðsli í knattspyrnuleik á Ármannsvelli“. Vísir. 31. júlí 1973. bls. 8. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  6. „Látinn maður með á liðsmynd“. Morgunblaðið. 28. nóvember 2010. bls. 20. Sótt 23. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.