Fara í innihald

Hattfjelldal (sveitarfélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hattfjelldal (suðursamíska: Aarborte) er sveitarfélag í Norðurlandi í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 1.273 (2022). Hattfjelldal er hluti af stjórnsýslusvæði samískra tungumála.  

Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Hattfjelldal, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu.

Sveitarfélagið Hattflelldal á landamæri að sveitarfélögunum Hemnes í norðri, Grane og Vefsn í vestri og sveitarfélaginu Røyrvik í í Þrændalögum  í suðri. Í austri liggur sveitarfélagið að Svíþjóð.