Hans Jóhannsson
Hans Jóhannsson (fæddur í Reykjavík, 1957) er íslenskur nútíma fiðlusmiður, þekktastur fyrir 21. kynslóðar fiðluna sína, sem New York Times valdi sem eina af bestu hugmyndum ársins.[1] Hann býr til fiðlur, selló, bassa og önnur strengjahljóðfæri. Áhugi hans fyrir fiðlugerð kviknaði í vinnusmiðju afa síns Guðjóns Halldorssonar, skápasmiðs í Reykjavík, þar sem hann bjó til sín fyrstu hljóðfæri. 1980 lauk hann námi í Newark School of Violin Making[2][3] í Bretlandi með diplómu, undir leiðsögn Maurice Bouette og Glen Collins. Hann hefur búið til hljóðfæri fyrir atvinnu tónlistarmenn í nokkrum löndum. Eftir 1982 bjó Hans í Bourglinster kastala í Lúxemborg til 1993.[4] Hann er fullgildur meðlimur International Society of Violin and Bow Makers.[5] David Fulton, þekkti fiðlusafnarinn, sagði að Hans væri einn besti nútíma fiðlusmiðurinn[6].
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Hans býr til sín hljóðfæri eftir egin forskrift, hannar sjálfur allar útlínur og hlutföll á grunnlínu sem breytist stöðugt. Hann býr ekki til afrit nema í undantekningartilfellum, því hann trúir að meistarar fiðlugerðarinnar hafi allir búið til sinn eigin stíl byggðan á klassísku þema, og að reyna að herma eftir því sé aðeins nytsamlegt fyrir kennslu. Hans hefur búið til nokkur tilrauna strengjahljóðfæri, bæði órafmögnuð og rafmögnuð, og hefur rannsakað notkun nútíma tækni eins og Experimental Modal Analysis[7] og FFT hljóðgeislunar mælingar fyrir vinnu hans á klassískum strengjahljóðfærum og rafmögnuðum tilraunahljóðfærum.
1998 spilaði hann aðalhlutverkið í 60 mínótna sjónvarps heimildarmynd, Fiðlan, sem einblýnir á verk hans. Myndin var tekin í Bourglinster kastala í Lúxemborg með fiðluleikurunum Sandrine Cantoreggi og Roby Lakatos. Framleidd með styrk frá Eurimages fyrir alþjóðlega dreifingu.[8][9]
2003 skrifaði hann handritið fyrir BBC 3 útvarpsþátt um tækni og hefð í fiðlugerð.
2005-2007 vann hann með Ólafi Elíassyni og Andreas Eggertsen að 21. aldar fiðlu, sem hermir eftir 17. og 18. aldar fiðlum en lítur öðruvísi út. Fiðlan var frumsýnd í Serpentine Gallery, Hyde Park, London.[10][11][4][3] New York Times valdi fiðluna sem eina af bestu hugmyndum ársins.[1]
Hans hefur unnið með nokkrum tónlistarmönnum að sérstökum hljóðfærum. 2017 vann hann með Úlfi Hansson. 2013 vann hann með Óskarsverðalunahafanum Hildi Gunnarsdóttur að tilrauna strengjahljóðfærum.[12]
Síðan 2013 hefur hann unnið með prófessor Patrick Gaydecki frá Signal Wizard systems, við þróun mælinga á klassískum hljóðfærum til að herma eftir hljóði þeirra við stafræna vinnslu bylgna.[13] Í rannsókn valdi áheyrendurnir stafrænu fiðluna, en sérfræðingar gátu gert greinarmun á hljóðfærunum tveimur.[14]
Viðtöl
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „The next Violin“. www.nytimes.com (enska). Sótt 25. maí 2023.
- ↑ „Líf og list í Þingholtunum“. Morgunblaðið – gegnum Tímarit.is.
- ↑ 3,0 3,1 georgesinc (2. nóvember 2017). „Hans Johannsson – Icelands 21st Century Violin Maker – Nov 3rd“. Making Lewes (enska). Sótt 21. maí 2023.
- ↑ 4,0 4,1 „From Iceland — The Scientist of Sound“. The Reykjavik Grapevine. 20. ágúst 2010.
- ↑ „Members Directory EILA“. International Association of Violin and Bow Makers (bandarísk enska). 19. september 2019. Sótt 21. maí 2023.
- ↑ „Countercurrent: conversations with Professor Roger Kneebone: Hans Johannsson in conversation with Roger Kneebone“. rogerkneebone.libsyn.com. Sótt 25. maí 2023.
- ↑ „January 2011 issue | The young string stars to watch in 2011 | The Strad, essential reading for the string music world since 1890“. The Strad (enska).
- ↑ „Violin Maker, The“. Icelandic Film Centre (enska). Sótt 22. maí 2023.
- ↑ „Fiðlan sprettur úr alþýðumenningu“. Morgunblaðið – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Rawsthorn, Alice (14. október 2007). „Crafting instruments for the 21st century“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 25. maí 2023.
- ↑ „Flytja tónlist með fiðlubútum“. Fréttablaðið – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „How "Joker" & "Chernobyl" Composer Hildur Guðnadóttir Expands the Cello's Possibilities“. reverb.com (enska). 11. ágúst 2022. Sótt 25. maí 2023.
- ↑ Patrick Gaydecki, Hans Johannsson (október 2015). „vSound: real-time digital emulation of the acoustic violin“. In: Proceedings of the Institute of Acoustics: ACOUSTICS 2015 ; 15 Oct 2015-15 Oct 2015; Harrogate, York, UK. UK: IoA; 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 júní 2023. Sótt 3 júní 2023.
- ↑ Lloyd, T.; Gaydecki, P.; Johannsson, H.; Ginsborg, J.; Yates, C. (27. maí 2018). „Listener preference towards a real and emulated violin“. Journal of New Music Research (enska). bls. 270–274. doi:10.1080/09298215.2018.1459732.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Hans Jóhannsson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. júní 2023.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Home. Official website.
- The Violin 60 minute television documentary