Hanastélsáhrif
Hanastélsáhrif eða hanastélshrif er hæfileikinn til að einbeita sér að ákveðnu hljóðáreiti þó að mörg önnur áreiti séu einnig til staðar. Það að geta hlustað á einn viðmælanda þó fram fari mörg önnur samtöl allt um kring og önnur bakgrunnshljóð trufli.[1] Áhrif þessi eru hluti þeirra eiginleika sem heyrnarkerfið býr yfir og gerir manninum kleift að tala saman á hávaðasömum stöðum.
Hanastélsáhrifin geta komið fram, bæði þegar maðurinn er að einbeita sér að ákveðnu hljóði í umhverfinu og þegar ákveðið áreiti fangar athygli hans skyndilega.[2] Til dæmis, þegar maður er að tala við kunningja í fjölmennu boði, getur hann samt sem áður heyrt það sem kunninginn segir, jafnvel þótt hávaðinn sé mikill. Þá hunsar hann önnur áreiti, þ.e. umhverfishljóð og það sem fólkið í kringum okkur er að segja. Ef einhver síðan kallar nafnið hans þá tekur hann strax eftir því, þrátt fyrir að hafa ekki verið að hlusta á neitt nema kunningjann.
Athyglin gerir manni kleift að einblína á það sem skiptir máli þá stundina en hunsa það sem minna máli skiptir.[3] Um er að ræða heyrnar-útgáfu af forgrunns-bakgrunns fyrirbærinu þar sem forgrunnur merkir hljóðið sem athyglin beinist að en bakgrunnur merkir öll önnur hljóð (samtöl annarra, tónlist o.fl.)
Tilraunir og kenningarlegar nálganir
[breyta | breyta frumkóða]Colin Cherry var fyrstur til að lýsa áhrifunum og gefa þeim nafn árið 1953.[4] Stærsta hluta fyrstu rannsókna á þessu sviði má rekja til vandamála í flugumferðarstjórnun á fyrri hluta sjötta áratugs síðustu aldar.[5] Á þeim tíma fengu flugumferðarstjórar skilaboð frá flugmönnum í gegnum hátalara í flugturninum. Stundum töluðu margir flugmenn í einu og raddir þeirra blönduðust saman í einum hátalara og gerði flugumferðarstjórunum mjög erfitt fyrir.
Cherry (1953)[6] gerði skynjunartilraun þar sem þátttakendur voru beðnir um að hlusta á tvö ólík skilaboð úr einum hátalara, og á sama tíma áttu þau að reyna að aðskilja þau. Út frá athugunum hans getum við séð að hæfileikinn til að aðgreina hljóð frá bakgrunnshljóði er byggður á einkennum hljóðanna, svo sem kyni þess sem talar (röddin sem sagði skilaboðin), úr hvaða átt hljóðin koma, tónhæð og talhraða.
Á sjötta áratug síðustu aldar framkvæmdi Broadbent [7] tilraun með tvíhlustarsláttur (þátttakendur heyra tvö ólík hljóðáreiti sem birt eru samtímis í sitthvort eyrað): Þátttakendur voru beðnir um að hlusta á ólík taláreiti sem birt voru í sitthvort eyrað samtímis (með því að nota heyrnartól). Út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar taldi hann að hægt væri að hugsa um huga okkar sem talstöð sem taki við mörgum rásum í einu. Það sé því nokkurs konar hljóð sía sem velur úr hvaða „rásir“ við veitum athygli af öllum þeim hljóðum sem við heyrum. Broadbent kom með þá tilgátu að sían sjálf væri á milli skynjunarinnar og vinnsluminni (sem hann kallaði þá skammtíma geymslu) og hún sé til staðar til að koma í veg fyrir ofhleðslu á minni. kenning kallast því Síukenning Broadbent.[8] Einhver gögn eru til sem styðja kenningu hans, þó hún hafi verið gagnrýnd af sumum (Norman o.fl). Til eru sönnunargögn sem benda til þess að einkenni áreitisins sé ekki það eina sem skipti máli. Áreiti á borð við það þegar nafn einstaklings er kallað fara í gegnum síuna og við veitum því athygli.[9] Þrátt fyrir að umhverfishljóðin í boðinu fari almennt fram hjá okkur þegar við erum í samtali við einhverja einstaklinga og veitum því einu athygli sem þeir segja, þá heyrum við samt ef nafnið okkar er kallað annars staðar í salnum.
Treisman (1960) fann sannanir sem bentu til þess að sían hækki þröskuld þeirra áreita sem við tökum ekki eftir og áreitið komist í gegn ef það er nógu mikilvægt eða hefur merkingu fyrir okkur. Deutsch og Deutsch (1963) komu með aðra útgáfu af Síukenningu Broadbent og taldi að ástæðan fyrir því að áreitið kæmist í gegn væri mikilvægi þess að við svöruðum áreitinu. Þetta fyrirbæri er enn mikið rannsakað, í mönnum sem og í computer implementations. Taugavirkni mannsheilans er ekki alveg þekkt enn þá.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Cocktail party effect“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. mars 2009.
- Arons, Barry „A Review of the Cocktail Party Effect“ (1992) (Skoðað 18. desember 2006).
- Árni Kristjánsson. „Er eðlilegt að finna til pirrings yfir smjatti, sötri, háum andardrætti og klukkutifi? “. Vísindavefurinn 5.9.2006. http://visindavefur.is/?id=6170. (Skoðað 19.3.2009).
- Broadbent, D.E. (1954). „The role of auditory localization in attention and memory span“. Journal of Experimental Psychology 47: 191-196.
- Broadbent, D.E. (1958). Perception and communication (New York: Pergamon).
- Cherry, E.C. (1953) „Some experiments on the recognition of speech, with one and with two ears“. Journal of Acoustical Society of America 25 (5): 975-979.
- Moray, N. (1959) „Attention in dichotic listening: Affective cues and the influence of instructions“. Quarterly Journal of Experimental Psychology.