Fara í innihald

Hans frá Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Han d'Islande)
Hans frá Íslandi
Myndskreyting úr sögunni Hans frá Íslandi.
HöfundurVictor Hugo
Upprunalegur titillHan d'Islande
LandFáni Frakklands Frakkland
TungumálFranska
ÚtgefandiPersan
Útgáfudagur
1823

Hans frá Íslandi er fyrsta skáldsaga rithöfundarins Victor Hugo. Bókin kom út á frönsku árið 1823. Victor Hugo fékk hugmynd af þeirri sögu þegar hann 18 ára gamall lá veikur af hitasótt í nokkrar vikur. Sögusviðið er Þrándheimur skömmu eftir 1700 eða í þeirri viku sem frægasti fangi Dana var náðaður. Það var von Griffenfeldt greifi, öðru nafni Peter Schumacher og var hann í haldi í Munkhólma við Þrándheim en hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir landráð en konungur breytt því í lífstíðarfangelsi. Griffenfeldt hafði meðal annars komið við sögu við veitingu biskupsembættis á Hólum þegar Jón Vigfússon (Bauka-Jón) varð biskup. Hugo býr til sögupersónu, íslenskan útilegumann Hans að nafni og heitir bókin eftir honum „Han d'Islande". Þessi villimaður er eins konar forstúdía fyrir villimanninn Jean Valjean í Vesalingunum og líkist líka Skugga-Sveini. Eins og Skugga-Sveinn hafði þrælinn Ketil skræk var þræll Hans frá Íslandi dr. Benignus Spiagudrius, líkhússtjóri í Þrándheimi.