Fara í innihald

Hamsatólg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hamsatólg er kindamör sem hefur verið bræddur og látinn storkna og bræddur upp aftur til að hafa út á mat, aðallega fisk. Hamsatólg er líklega vestfirsk uppfinning. Munurinn á hamsatólg og mörfloti er að í mörflotinu er hnoðmör, en hann er ekki hafður í hamsatólginni. Oft er talað um vestfirskt mörflot. Hamsatólgin er mikið borðuð með saltfiski, signum fiski og kæstri skötu á Þorláksmessu.

Orðið hamsatólg

[breyta | breyta frumkóða]

Hamsar sem eiga við forliðin í orðinu hamsatólg eru brúnu bitarnir sem verða eftir þegar mör er bræddur, öðru nafni skræður. Tólg er mör sem hefur verið bræddur og hefur storknað aftur.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.