Halldór Jónsson (f. 1859)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Halldór Jónsson (12. nóvember 185726. desember 1914) var guðfræðingur, bankastarfsmaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1892 til 1912.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Halldór fæddist á Bjarnastöðum í Bárðardal. Hann lauk prófi frá Prestaskólanum árið 1883 en tók aldrei vígslu. Þegar Landsbankinn hóf starfsemi sína árið 1886 gerðist hann gjaldkeri við bankann og starfaði þar til 1912.

Hann átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur í tvo áratugi, frá 1892 til 1912 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið. Jafnframt var Halldór virkur í hreyfingu Góðtemplara og ritaði nokkrar bækur um áfengisbölið. Þegar tekin var upp listakosning til bæjarstjórnar árið 1908 náði Halldór kjöri af lista Templara.

Meðal barna Halldórs voru Pétur Halldórsson, borgarstjóri og Gunnar Halldórsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.