Fara í innihald

Hafiz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hafiz aða Hafez (arabíska: حافظ ḥāfiẓ), sem bókstaflega þýðir 'verndari', er nafngift múslima á þeim sem hafa lært Kóraninn algjörlega utanbókar á arabísku.

Hefðin að læra Kóraninn utanbókar á rætur allt til upphafs íslam. Mikilvægasta ástæðan fyrir þessari hefð er nauðsyn þessa að vernda innihald Kóransins. Ef öll skrifuð eintök Kóransins væru eyðilögð mundi hafiz geta sagt fram textan orðréttan úr minni. Í upphafi íslam var Kóraninnn oft í hættu og gerði hafiz-hefðina nauðsynlega.

Huffaz (fleirtala) eru haldnir í hávegum í söfnuðum múslima og er titillinn "hafiz" notaður fyrir framan nafn þeirra. Flestir huffaz hafa stundað nám í sérstökum Kóran-skólum, sem á arabísku eru nefndir madrasah. Til að fá hugmynd um hvað þarf að gera til að verða hafiz má nefna nokkrar tölur. Kóraninum er skift í 114 súrur (kafla) sem þær skiftast í 6236 vers (sem samanstanda af um það bil 80 000 orðum eða 330 000 bókstöfum á arabísku). Giskað er á að nú séu um það bil 10 milljónir huffaz í heiminum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]