Fara í innihald

Hōryū-ji

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Gullskálinn“, Kondo, í Hōryū-ji er eitt elsta timburhús heims.

Hōryū-ji (法隆寺, bókst. Hof blómstrandi lögmáls) er búddískt hof í Ikaruga, Naraumdæmi í Japan. Fullt nafn hofsins er Hōryū Gakumonji (法隆学問寺) eða Lærdómshof blómstrandi lögmáls þar sem staðurinn gegnir hlutverki málstofu auk þess að vera klaustur. Hofið er þekkt fyrir að geyma elstu timburbyggingar heims. Þótt til séu eldri hof er Hōryū-ji það frægasta í Japan. Árið 1993 var staðurinn settur á heimsminjaskrá UNESCO og hefur verið skilgreindur sem þjóðargersemi af japönskum stjórnvöldum.

  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.