Fara í innihald

Hús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hýbýli)
Húsið Fallingwater í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum er nokkuð óhefðbundið íbúðarhús

Hús eru vistarverur sem byggðar eru af mönnum. Yfirleitt samanstanda þau af veggjum og þaki, sem vernda þá sem inni eru fyrir veðri, vindum og óboðnum gestum. Oft búa menn í húsum, en einnig geta önnur dýr búið þar, annað hvort vegna þess að húsin voru ætluð þeim (t.d. í dýragörðum) eða þá að þau flytja inn óboðin (t.d. mýs og flugur).

Oft eru hús notuð sem varanlegar vistarverur, eða heimili fyrir fjölskyldu eða annan hóp fólks. Einnig eru hús notuð til vinnu, og eru þá kölluð skrifstofur, verksmiðjur, skólar eða annað, allt eftir því hvers kyns vinna fer fram innan veggja þess húss.

Á hverju húsi eru yfirleitt að minnsta kosti einar dyr til að komast inn og út, auk þess sem gluggar eru oft notaðir til að auka ljósmagn og loftflæði innandyra og gera fólki kleift að sjá út á meðan það dvelst í húsinu. Stundum er garður umhverfis húsið.