Fara í innihald

Múlasni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múlasni

Múlasni er afkvæmi ösnu og hests. Múlasnar eru oftast ófrjóir vegna þess að þeir eru með 63 litninga, en hross er með 64 og asnar 62. Afkvæmi hryssu og asna heitir múldýr. Karldýr múlasna eru alltaf ófrjó eins og karldýr múldýra. Til er eitt dæmi um að kvenmúlasni hafi átt afkvæmi með asna. Þetta gerðist í Kína 1981. Afkvæmið reyndist vera skringiskepna (Dragon Foal), sem var með litningapör ýmist asni-hestur eða asni-asni, en ekki bara asni-hestur eins og vísindamenn höfðu búist við.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.