Húsavíkurstofa
Húsavíkurstofa | |
Rekstrarform | Sjálfseignarstofnun |
---|---|
Slagorð | Upplifðu Húsavík |
Stofnað | 2002 |
Staðsetning | Húsavík, Íslandi |
Lykilpersónur | Eva Björk Káradóttir, stjórnarformaður Daniel Annisius Guðrún Þórhildur Emilsdóttir Arngrímur Arnarson Kristján Örn Sævarsson Huld Hafliðadóttir Benóný Valur Jakobsson |
Vefsíða | www.visithusavik.is www.visithusavik.com |
Húsavíkurstofa er sjálfseignarstofnun á Húsavík sem hefur það markmið að kynna ferðaþjónustu og aðrar þjónustugreinar á Húsavík og í nágrenni. Stofnunin er einnig miðstöð fyrir hagsmunaraðila í verslun og þjónustu á svæðinu. Forstöðumaður Húsavíkurstofu er Hinrik Wöhler, viðskipta- og markaðsfræðingur.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Húsavíkurstofa rekur sögu sína til ársins 1984 þegar hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu stofnuðu Ferðamálafélag Húsavíkur. Markmið félagsins var meðal annars kynning á ferðum um Demantshringinn sem er vegur sem liggur gegnum Húsavík og að ýmsum náttúruperlum í nágrenni bæjarins. Síðar var nafni félagsins breytt í MarkÞing og nafnið Húsavíkurstofa svo tekið upp þegar félagið varð að sjálfseignarstofnun árið 2010. Húsavíkurstofa á tvö vörumerki: "Húsavík the Whale Capital of Iceland" og "Demantshringurinn (The Diamond Circle)".[1]
Markmið
[breyta | breyta frumkóða]Markmið Húsavíkurstofu er að vera samráðsvettvangur fyrirtækja og þjónustuaðila á Húsavík og í nágrenni og jafnfram að stuðla að eflingu atvinnulífs með aukinni samvinnu hagsmunaaðila.[2] Einnig stefnir stofnunin að því að gera Húsavík að eftirsóttum áfangastað fyrir ferðafólk með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu allan ársins hring.[3]
Starfsemi
[breyta | breyta frumkóða]Húsavíkurstofa er með skrifstofu að Garðarsbraut 5 á Húsavík. Húsavíkurstofa vinnur að kynningamálum, bæði innan samfélagsins á Húsavík og einnig gagnvart innlendu og erlendu ferðafólki. Stofnunin heldur úti vefsíðunni www.visithusavik.com .
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ European Destinations of Excellence Geymt 25 október 2013 í Wayback Machine, 27. febrúar 2013
- ↑ Ferðaþjónusta í Norðurþingi Geymt 27 mars 2013 í Wayback Machine, 27. febrúar 2013
- ↑ Vetrarferðaþjónusta á Húsavík Geymt 18 október 2014 í Wayback Machine, 27. febrúar 2013