Fara í innihald

Húsavíkurstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húsavíkurstofa
Rekstrarform Sjálfseignarstofnun
Slagorð Upplifðu Húsavík
Stofnað 2002
Staðsetning Húsavík, Íslandi
Lykilpersónur Eva Björk Káradóttir, stjórnarformaður
Daniel Annisius
Guðrún Þórhildur Emilsdóttir
Arngrímur Arnarson
Kristján Örn Sævarsson
Huld Hafliðadóttir
Benóný Valur Jakobsson
Vefsíða www.visithusavik.is
www.visithusavik.com

Húsavíkurstofa er sjálfseignarstofnun á Húsavík sem hefur það markmið að kynna ferðaþjónustu og aðrar þjónustugreinar á Húsavík og í nágrenni. Stofnunin er einnig miðstöð fyrir hagsmunaraðila í verslun og þjónustu á svæðinu. Forstöðumaður Húsavíkurstofu er Hinrik Wöhler, viðskipta- og markaðsfræðingur.

Húsavíkurstofa rekur sögu sína til ársins 1984 þegar hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu stofnuðu Ferðamálafélag Húsavíkur. Markmið félagsins var meðal annars kynning á ferðum um Demantshringinn sem er vegur sem liggur gegnum Húsavík og að ýmsum náttúruperlum í nágrenni bæjarins. Síðar var nafni félagsins breytt í MarkÞing og nafnið Húsavíkurstofa svo tekið upp þegar félagið varð að sjálfseignarstofnun árið 2010. Húsavíkurstofa á tvö vörumerki: "Húsavík the Whale Capital of Iceland" og "Demantshringurinn (The Diamond Circle)".[1]

Markmið Húsavíkurstofu er að vera samráðsvettvangur fyrirtækja og þjónustuaðila á Húsavík og í nágrenni og jafnfram að stuðla að eflingu atvinnulífs með aukinni samvinnu hagsmunaaðila.[2] Einnig stefnir stofnunin að því að gera Húsavík að eftirsóttum áfangastað fyrir ferðafólk með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu allan ársins hring.[3]

Húsavíkurstofa er með skrifstofu að Garðarsbraut 5 á Húsavík. Húsavíkurstofa vinnur að kynningamálum, bæði innan samfélagsins á Húsavík og einnig gagnvart innlendu og erlendu ferðafólki. Stofnunin heldur úti vefsíðunni www.visithusavik.com .

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. European Destinations of Excellence Geymt 25 október 2013 í Wayback Machine, 27. febrúar 2013
  2. Ferðaþjónusta í Norðurþingi Geymt 27 mars 2013 í Wayback Machine, 27. febrúar 2013
  3. Vetrarferðaþjónusta á Húsavík Geymt 18 október 2014 í Wayback Machine, 27. febrúar 2013