Húlahopphringur
Útlit
Húlahopphringur (húlahopp eða húlagjörð) er leikfang sem er í laginu eins og hringur og er oftast úr plasti, þó til séu gjarðir úr viði. Húlahopphringar eru oftast íholir að innan. Leikfang þetta velta menn um mjaðmir sér og halda með hnykkjum um sig miðjan án þess að hönd komi þar nærri.
Í nóvember árið 1958 töldu sumir að húla-æðið væri liðið hér á landi. Í Alþýðublaðinu stóð þá:
- Um allar götur og í öllum húsum hömuðust börn og unglingar með húla-gjarðir. Nú er þessu lokið. Gjarðirnar liggja um allt, bak við hurðir, bak við skápa, upp á snögum og niðri í kjöllurum. Það er komin fjara. Börnin og unglingarnir hafa misst áhugann. En geta þau lært af þessu? Hefðu þau nú keypt sér sparimerki í skólanum fyrir fimmtíu krónur. [1]