Húksheiði
Útlit
Húksheiði er vestust heiðanna þriggja sem saman mynda Tvídægru, heiðaflæmið á milli Vestur-Húnavatnssýslu upp af Miðfjarðardölum og Borgarfjarðar, og er hún kennd við bæinn Húk í Vesturárdal, sem átti heiðina.
Húkur var lengi í eigu Staðarbakkakirkju og þegar jörðin var seld árið 1913 hélt kirkjan afréttinum eftir. Torfustaðahreppar eignuðust svo heiðina árið 1934 og nú er hún eign Húnaþings vestra.