Húksheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Húksheiði er vestust heiðanna þriggja sem saman mynda Tvídægru, heiðaflæmið á milli Vestur-Húnavatnssýslu upp af Miðfjarðardölum og Borgarfjarðar, og er hún kennd við bæinn Húk í Vesturárdal, sem átti heiðina.

Húkur var lengi í eigu Staðarbakkakirkju og þegar jörðin var seld árið 1913 hélt kirkjan afréttinum eftir. Torfustaðahreppar eignuðust svo heiðina árið 1934 og nú er hún eign Húnaþings vestra.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.