Højbro Plads


Højbro Plads er torg í Kaupmannahöfn. Torgið dregur nafn sitt af Højbro sem var ein af þeim brúm þeim sem tengdu Slotsholmen við aðra hluta borgarinnar. Á Højbro Plads er stytta af Absalon erkibiskupi.
Højbro Plads torgið var gert eftir brunann í Kaupmannahöfn árið 1795 en eftir brunann voru ákveðið að byggja ekki upp aftur á milli Færgestræde og Højbrostræde heldur skyldi þar vera opið svæði sem tálmaði útbreiðslu elds. Um 1800 var grænmetis- og blómamarkaður á Højbro Plads. H.C. Andersen skrifaði árið 1870 ævintýriðHvad hele Familien sagde sem gerist þarna. Styttan af Absalon erkibiskupi var sett upp árið 1902.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Højbro Plads.
- AOK
- Golden Days Geymt 2010-07-15 í Wayback Machine