Höskuldur H. Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Höskuldur Hrafn Ólafsson (f. 9. febrúar 1959) er bankastjóri Arion banka og hefur verið frá árinu 2010. Laun hans hjá bankanum, sem enn er með ríkisábyrgð, hafa orðið að fréttaefni í kjölfar hrunsins.[1] [2] Auk þess sem fyrirtæki sem hann hafi starfað hjá áður hafi verið rannsökuð af Samkeppnisráði,[3] en Höskuldur hefur sett fram athugasemdir við þær fréttir.[4][5]

Höskuldur starfaði lengstum við margvísleg stjórnunarstörf hjá Eimskip, hér á landi og erlendis. Höskuldur hóf störf hjá Eimskipi árið 1987 og tók við stöðu aðstoðarforstjóra í júní 2004. Hann hætti störfum hjá félaginu sama ár en var eftir það til ráðgjafar í nokkrum verkefnum. Sama ár, 2004, varð Höskuldur forstjóri Greiðslumiðlunar – Vísa Íslands. Meðan hann starfaði þar hóf Greiðslumiðlunin útrás og skipti um nafn og hét eftir það Valitor – Visa Ísland.[6] Höskuldur var forstjóri fyrirtækisins í fjögur ár áður en hannn var ráðinn til Arion banka — eftir hrun. Höskuldur er viðskiptafræðingur að mennt.

Höskuldur er kvæntur Sigríði Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.