Höfuðdagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afhöfðun Jóhannesar skírara, mynd eftir Wenceslas Hollar (1607 - 1677)

Höfuðdagur er 29. ágúst og ber þetta nafn vegna þess að á þessum degi var Jóhannes skírari afhöfðaður, en Heródes konungur Antipas lét höggva af honum höfuðið vegna óskar Salóme, fósturdóttur sinnar, árið 31. e. Kr.

Segir svo frá í Nýja testamentinu, Matteusarguðspjalli, fjórtánda kafla:

„En er afmælisdagur Heródesar kom, dansaði dóttir Herodíasar frammi fyrir þeim og geðjaðist hún vel Herodesi. Þess vegna hét hann með eiði að gefa henni hvað sem hún bæði um. Og eftir áeggjan móður sinnar segir hún: Gef mér hingað höfuð Jóhannesar skírara á fati. Og konungurinn varð hryggur, en vegna eiða sinna og boðsmannanna, bauð hann að henni skyldi það gefið verða. Og hann sendi og lét höggva Jóhannes í varðhaldinu, og var komið með höfuð hans á fati".“

Höfuðdagur var fyrrum haldinn heilagur í minningu þessa.

Gömul veðurtrú[breyta | breyta frumkóða]

Sú veðurtrú var áður fyrr á Íslandi að veðurfar mundi batna með Höfuðdegi og segir svo frá því á einum stað: „Bregður þá vanalega veðráttu og helzt þá hið sama í 20 daga og minnir á það í 40 daga eftir Egediusmessu (1. sept.)."

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.