Heródes Antípas
Útlit
(Endurbeint frá Heródes Antipas)
Heródes Antípas (fyrir 20 f.Kr. – eftir 39 e.Kr.) var sonur Heródesar mikla og var fjórðungshöfðingi Galíleu og Pereu. Eftir að Caligula varð keisari í Róm setti hann Heródes af og dæmdi hann til útlegðar. Hann var fluttur til Gallíu þar sem hét Lugdunum Convenarum, en heitir nú Saint-Bertrand-de-Comminges. Hann dó þar skömmu síðar. Einn sagnfræðingur, Cassius Dio, gaf í skyn að Caligula hefði látið drepa hann, en aðrir sagnfræðingar draga það í efa.