Fara í innihald

Héðinn Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Héðinn Þorsteinsson var landnámsmaður í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann fór til Íslands ásamt Höskuldi bróður sínum, en þeir voru synir Þorsteins þurs. Þeir námu land fyrir austan Laxá en innan Tunguheiði, sem er milli Tjörness og Kelduhverfis, og er Húsavík í landnámi þeirra. Héðinn bjó á Héðinshöfða en Höskuldur í Skörðum.

Kona Héðins hét Guðrún og dóttir þeirra Arnríður. Maður hennar var Ketill, sem kallaður var Fjörleifarson, en faðir hans var Þórir leðurháls, sonur Þorsteins Gnúpa-Bárðarsonar. Þau bjuggu í Húsavík.

  • „Landnámabók; af snerpu.is“.