Fara í innihald

Hæsta hendin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hæsta hendin
Ár1996-2005
StefnurRapp
MeðlimirBlaz Roca
U-Fresh
Nick
Raz

Hæsta hendin var íslensk-dönsk rapphljómsveit sem stofnuð var árið 1996 í Danmörku[1]. Stofnendur og meðlimir voru Íslendingarnir Blaz Roca (Erpur Eyvindarson) og U-Fresh (Unnar Freyr Theodórsson) ásamt dönunum Nick (Nicholas Kvaran) og Raz (Rasmus Berg).[2]

Sveitin gaf út eina samnefnda breiðskífu árið 2005. Rapparinn Proof úr hljómsveitinni D12 var gestarappari í laginu Rautt ljós á barnum á plötunni.

Hæsta hendin kom í fyrsta skipti fram opinberlega þann 11. ágúst árið 2004 í Egilshöll þar sem sveitin hitaði upp fyrir bandaríska rapparann 50 Cent. Sveitin hitaði einnig upp fyrir rapparann Snoop Dogg árið 2005 ásamt Forgotten Lores og Hjálmum.[3]

  • Erpur Eyvindarson (Blaz Roca)
  • Unnar Freyr Theodórsson (U-Fresh)
  • Nicholas Kvaran (Nick)
  • Rasmus Berg (Raz)

Erpur og Unnar sömdu textana og röppuðu en tónsmiðir sveitarinnar, þ.e. sáu um forritunm hljóðfæraleik og upptökustjórnun, voru danirnir Rasmus Berg (Raz) og Nicholas Kvaran (Nick).[4]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hæsta hendin (2005)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/836257/
  2. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/811092/
  3. https://www.mbl.is/folk/frettir/2005/07/17/mikil_stemmning_a_tonleikum_snoop_dogg/
  4. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/811092/