Christian-Albrechts háskólinn í Kíl
Útlit
(Endurbeint frá Háskólinn í Kíl)
Christian-Albrechts háskólinn í Kíl (þýska: Christian-Albrechts-Universität zu Kiel, skammstafað CAU), í stuttu máli kallaður Háskólinn í Kíl, er háskóli í borginni Kíl í Þýskalandi. Fleiri en 20.000 nemendur ganga í háskólann og nálega 600 manns starfa þar. Af þeim sökum er hann stærsti, elsti og virtasti háskólinn í sambandslandinu Slésvík-Holtsetalandi.
Kristján Albert, hertogi Holstein-Gottorp að nafnbót, stofnaði skólann þann 5. október 1665. Fyrst um sinn hét skólinn Academia Holsatorum Chiloniensis. Þá var borgin Kíl staðsett í gottorpska hluta hertogadæmisins Holtsetalands. Orðtak skólans, Pax optima rerum, á rætur að rekja til þessa tíma og þýðir stafrétt „friður er hið besta.“ Orðtakið kemur fram á innsigli skólans.