Fara í innihald

Hálendingurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hálendingurinn
The Highlander
LeikstjóriRussell Mulcahy
HandritshöfundurGregory Widen
FramleiðandiPeter S. Davis
LeikararChristopher Lambert
Sean Connery
Clancy Brown
FrumsýningFáni Bretlands 7. mars, 1986
Fáni Íslands uppl. vantar, 1986
Lengd116 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkMPAA: Rated R for violence and brief language. R
MPAA: Rated R for violence and brief language.16
Ráðstöfunarfé$16.000.000
FramhaldHálendingurinn 2

Hálendingurinn (Highlander) er Bresk-bandarísk kvikmynd frá árinu 1986 sem leikstýrt er af Russel Mulcahy og byggð á handriti eftir Gregory Widen. Upprunarlega uppkast sögunar hét Myrkraættin (The Shadow Clan) og var mun óhugnalegri saga heldur en lokaútgáfan. Leikarar eru meðal annars Christopher Lambert, Sean Connery, Clancy Brown, og Roxanne Hart.

Kvikmyndin er spennuþrungin furðusaga sem segir frá raunum 16. aldar hálendingsins Connor MacLeod. Connor er einn af nokkrum ódauðlegum mönnum sem fyrirfinnast á jörðinnni án vitneskju almennings, engin vopn bíta á þeim að undanskildu því ef höfuð þeirra er hoggið af. Áhorfandinn fylgist með lífsferli Connors sem spannar nokkur hundruð ár meðan sagan flakkar stöðugt milli fortíðar og nútíðar. Nútímasögusviðið er New York borg árið 1985 og verður það þungamiðja sögunar. Kvikmyndin náði nægilegum vinsældum til þess að fjórar framhaldsmyndir voru gerðar ásamt sjónvarpsþáttaröðum sem sýndar voru árið 1992.

Kvikmyndin skaut Christopher Lambert upp á stjörnuhimininn og er af mörgum talin hans besta hlutverk. Hálendingurinn fékk misjafna gagnrýni á sínum tíma en hlaut engu að síður mikið fylgi frá fjölmennum undirmenningarhópum samfélagsins.