Gylling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gylltur myndarammi fægður með agatsteini.

Gylling er að þekja yfirborð hluta með örþunnu blaðgulli. Algengt er að gylla myndaramma og húsgögn með þessum hætti. Gylling er oft notuð við gerð helgimynda. Hefðbundna aðferðin við að gylla yfirborð er að bera þornandi leir (gulan, rauðan eða svartan) á yfirborðið, færa síðan gullblaðið á sinn stað með flötum pensli úr greifingjahárum eða íkornahárum og jafna gullblaðið yfir yfirborðið svo það festist við leirinn. Að síðustu er verkfæri úr agatsteini notað til að fægja gullið og gefa því gljáandi áferð.

Til eru ódýrari aðferðir til að líma blaðgull beint á yfirborð eða mála með gulldufti og bindiefni, en þær gefa ekki jafn gljáandi áferð. Leturgylling á bókarkápum og leðurvörum er oftast gerð með heitum leturstöfum og klisjum úr málmi sem þrykkja gullið inn í undirlagið. Ýmsar kemískar aðferðir hafa verið notaðar til að þekja yfirborð með gulli, en þá er gullið ýmist leyst upp í kóngavatni eða sett saman við kvikasilfursblöndu.

Gullhúðun er aðferð við að þekja málma með gulli með málmhúðun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.