Agat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flatt Botswana Agat

Agat eða glerhallur er röndótt steintegund.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Afbrigði af kalsedóni með mislitar rákir er fylgja útlínum holuveggjanna og þannig verða til sammiðja mynstur. Hvítt, grátt eða fölblátt.

  • Efnasamsetning: SiO2
  • Kristalgerð: dulkristallaður
  • Harka: 7
  • Eðlisþyngd: 2,57-2,65
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Kemur fyrir sem holufylling í þóleiítbasalti. Finnst oft með kalsedóni og kvarsi.

Algengt er að matarprjónar séu gerðir úr agati.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson, 1999, Íslenska Steinabókin, 2.prentun, ISBN 9979-3-1856-2