Fara í innihald

Gunnars kvæði á Hlíðarenda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnars kvæði á Hlíðarenda er sagnadans eða danskvæði sem telst séríslenskur. Þetta er eini íslenski sagnadansinn, svo vitað sé, sem fjallar um atburði úr Íslendingasögunum. Fræðimenn hafa gert tilraun til þess að aldursgreina kvæðið út frá málfari og orðalagi og var kvæðið að öllum líkindum ort í lok 16. aldar eða í byrjun 17. aldar. Kvæðið er varðveitt í Kvæðabók Gísla Ívarssonar frá 1819 (JS 405 4to.).