Guðrún Valgerður Stefánsdóttir
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir | |
---|---|
Störf | Prófessor í fötlunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands |
Guðrún Valgerður Stefánsdóttir er prófessor í fötlunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún Valgerður Stefánsdóttir lauk prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1976, sérkennarprófi frá Sérkennaraháskólanum í Osló árið 1983 og kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1991. Hún lauk meistaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og doktorsprófi í fötlunarfræði frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 2008. Áður en Guðrún hóf sinn akademíska feril starfaði hún lengi á vettvangi fatlaðs fólks, bæði sem þroskaþjálfi og sérkennari. Hún kenndi við Þroskaþjálfaskóla Íslands frá árinu 1989 og var ráðin sem lektor við Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla íslands árið 1998. Guðrún er nú prófessor í fötlunarfræði við Menntavísindasvið HÍ.[1]
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Eftir Guðrúnu liggur fjöldi greina, bókarkafla og bóka[2][3] en rannsóknir hennar hafa verið á sviði fötlunarfræða. Hún hefur sérstaklega unnið rannsóknir sem tengjast lífi og aðstæðum fólks með þroskahömlun. Þar má telja lífssögurannsóknir og sögulegar rannsóknir. Guðrún hefur sérhæft sig í samvinnurannsóknum (e. inclusive research) og unnið náið með fötluðu fólki í rannsóknum. Þá hefur hún unnið rannsóknir á sjálfræði fatlaðs fólks og menntarannsóknir sem tengjast háskólanámi fólks með þroskahömlun.[1]
Guðrún hefur tekið þátt í íslenskum og alþjóðlegum rannsóknarvekefnum sem tengjast fræðasviði hennar. Sem dæmi má nefna þverfaglega rannsóknarverkefnið Fötlun fyrir tíma fötlunar sem hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Rannís 2017.[4] Verkefnið byggist á þverfræðilegu samstarfi margra fræðigreina og fræðimanna sem beina sjónum að sögu fatlaðs fólks í íslenskri fortíð. Þá tók hún þátt í Grundtvig verkefni um fullorðinsfræðslu 2005-2008. Verkefnið ber heitið Empowerment and disability: Informal learning through self advocacy and life history. Samstarfsaðilar voru fjórir háskólar í Evrópu: The Open University í Bretlandi, The University of Dublin, Trinity College á Írlandi, The University of Ghent í Belgíu og Háskóli Íslands. Auk háskólafólks tók hópur fólks með þroskahömlun í hverju landi þátt í verkefninu.[5]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2008 fékk hún múrbrjót Landsamtakanna Þroskahjálpar fyrir lífssögurannsóknir með fötluðu fólki.[6]
Ýmis störf og verkefni
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún hefur um árabil gegnt trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Sem dæmi má nefna sat hún í ritnefnd tímaritsins Uppeldi og menntun og var annar tveggja ritstjóra[7] þess yfir fjögurra ára tímabil , frá 2013-2016. Þá hefur hún verið brautarstjóri þroskaþjálfabrautar og tekið þátt í að þróa grunn- og framhaldsnám fyrir þroskaþjálfa. Hún sat auk þess í doktorsnefnd Menntavísindasviðs nokkur kjörtímabil og tók þátt í að þróa doktorsnám á Menntavísindasviði.[8] Auk þess var hún einn af upphafsmönnum náms í háskóla fyrir fólk með þroskahömlun[9] og hefur tekið þátt í alþjóðlegu starfi í því samhengi.[10] Námið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal annars múrbjrót Landsamtakanna þroskahjálpar[11] og hvatningarverlaun Öryrkjabandalag Íslands 2014.[12] Auk þess hefur hún verið í deildarráði, framan af í Kennaraháskóla Íslands en eftir sameiningu KHÍ við HÍ hefur hún setið í deildarráði Íþrótta, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar og frá árinu 2018 í deildarráði deildar um Menntun og margbreytileika og gegnir nú hlutverki varadeildarforseta deildarinnar.[13][14]
Guðrún hefur einnig átt í farsælu samstarfi við vettvang fatlaðs fólks og setið sem fulltrúi HÍ í ýmsum opinberum nefndum. Hún var meðal annars í nefnd á vegum Forsætisráðuneytisisins sem hafði það hlutverk að kanna aðbúnaði barna á Kópavogshæli[15][16] og er í réttindavakt velferðarráðuneytisins.[17]
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Greinar
[breyta | breyta frumkóða]- Stefánsdóttir, G., Björnsdóttir, K. and Stefánsdóttir, Á. (2018). Autonomy and people with intellectual disabilities who require more intensive support. Scandinavian Journal of Disability Research. 20(1), pp.162–171.
- Björnsdóttir, K., Stefánsdóttir, Á. and Stefánsdóttir, G.V. (2017). People with intellectual disabilities negotiate autonomy, gender and sexuality. Sexuality and Disability, 35(3), 295–311.
- Stefánsdóttir, G.V. and Björnsdóttir, K. (2016). ´I am að college student‘ postsecondary education for people with intellectual disabilities. Scandinavian Journal of Disability research.
- Stefánsdóttir, G.V. and Traustadóttir, R. (2015). Lifehistories as counter – narratives against dominant and negative stereotypes about people with intellectual disabilities. Disability & Society, 30(3), 368–380.
- Stefánsdóttir, G.V. (2014). Sterilisation and women with intellectual disability in Iceland. Journal of Intellectual and Developmental disability,39(2), 188–197.
- Björnsdóttir,K., Stefánsdóttir, G.V and Stefánsdóttir, Á. (2015). ´It is my life‘: Autonomy and people with intellectual disabilities. Journal of Intellectual disabilities, 19(1), 5–21.
- Guðrún V. Stefánsdóttir. (2013). Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla Íslands [The employment of young people who have completed the semi-professional diploma programme at the University of Iceland]. Tímarit um menntarannsóknir, 10, 85–103. Stefánsdóttir,
- G.V. and Hreinsdóttir, E.E.(2013). Sterilisation, intellectual disability, and some ethical and methodological challenges: It shouldn't be a secret. Ethics and Social Welfare, 7(3), 302–308.
- Hreinsdóttir, E.E. og Stefánsdóttir, G.V. (2010). Collaborative life history: different experinces of spending time in an institution in Iceland. British Journal of Learning Disabilities, 38(2), 103– 110.
- Guðrún V. Stefánsdóttir. (2010). Samvinnurannsóknir með fólki með þroskahömlun þroskahömlun[óvirkur tengill] [Inclusive research with people with intellectual disabilities]. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.
- Guðrún V. Stefándóttir. (2010). Raddir fólks með þroskahömlun: Bernska og æskuár. [The voices of people with intellectual disabilities in Iceland: Memories from childhood]. Tímarit um menntarannsóknir, 9, 13-28.
- Hreinsdóttir, E.B., Stefánsdóttir, G., Lewthwaite, A., Ledger S. og Shufflebotham, L. (2006). Is my story so different from yours? Comparing life stories, experiences of institutionalization and self‐advocacy in England and Iceland. British Journal of Learning Disabilities, 34(3), 157–167.
Bókakaflar
[breyta | breyta frumkóða]- Stefánsdóttir, G. (2019). People with intellectual disabilities in Iceland in the twentieth century: sterilization, social role valorisation, and a ‘normal life’. Í J. Walmsley and S. Jarret, (ritstjórar). People, Policy and Practice: Intellectual Disabilities in the Twentieth Century (bls, 129–142). Bristol: Policy Press.
- Stefánsdóttir, G.V. and Björnsdóttir, K. (2018). Meaningful participation and shared ownership in an inclusive university program in Iceland. Í P. O’Brien, M. Bonati, F. Gadow and R. Slee (ritstjórar). People with Intellectual Disability Experiencing University Life (bls. 115–128). Boston: Brill Sense.
- Guðrún V. Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir. (2016). ,,Við lærum af þeim og þau af okkur“ Mentorar í starfstengdu diplómunámi fyrir fólk með þroskahömlun [We learn from them and they learn from us - Mentors in a vocational diploma programme for students with intellectual disabilities]. Í Dóra S. Bjarnason, Hermína Gunnþórsdóttir og Ólafur Páll Jónsson (ritstjórar), Skóli margbreytileikans: Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca Geymt 24 júní 2019 í Wayback Machine [Inclusive education afterthe Salamanca] (bls. 283–308). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Hreinsdóttir, E.E. and Grétarsson, S. with Stefánsdóttur, G.V. (2014). Ebba and Jonni: This is our story. Í R. Chapman, S. Ledger and L. Townson (editors), Sexuality and relationships in the lifes of people with intellectual disabilities (bls.185–192). London and Philadelphia: Jessica Kingsley.
- Stefánsdóttir, G. og Traustadóttir, R. (2006). Resilience and resistance in the life histories of three women with learning difficulties in Iceland. Í D. Mitchell, R. Traustadóttir, R. Chapman, L.Townson, I. Ingham og S. Ledger (editors), Exploring experiences of advocacy by people with learning disabilities: Testimonies of resistance (bls. 54–68). London: Jessica Kingsley.
- Geirsdóttir, I.E. og Stefánsdóttir, G. (2005). The cost of moving out. Í K. Johnson og R. Traustadóttir (editors), Deinstitutionalization and people with intellectual disabilities: In and out of institutions (bls. 130–137). London: Jessica Kingsley. Guðrún V. Stefánsdóttir. (2003).
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- María Hreiðarsdóttir og Guðrún V. Stefánsdóttir. (2017). ,,Ég lifði í þögninni“ Lífssaga Maríu Þ. Hreiðarsdóttir (Life-history of María Hreiðarsdóttir). Reykjavík: Bókaútgáfan Draumórar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Háskóli Íslands. Guðrún Valgerður Stefánsdóttir. Prófessor í fötlunarfræðum“. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Researchgate. Guðrún V. Stefánsdóttir. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Google Scholar. Guðrún V. Stefánsdóttir. Sótt 24. febrúar 2020.
- ↑ Rannís. (2017). Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2017. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. (2015). Samstarfsaðilar Geymt 30 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Mbl.is. (2008, 5. desember). Þroskahjálp útnefndir Múrbrjóta ársins. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Uppeldi og menntun. (2013). Uppeldi og menntun 22. árgangur 2. hefti 2013 (bls. 2). Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Doktorsnám. Stjórnsýsla doktorsnáms. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Guðrún V. Stefánsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir. (2011). Starfstengt diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun Geymt 29 nóvember 2020 í Wayback Machine. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Stefánsdóttir, G.V. and Björnsdóttir, K. (2016). ´I am að college student‘ postsecondary education for people with intellectual disabilities. Scandinavian Journal of Disability research.
- ↑ Ruv.is. (2014, 3. desember). Baráttufólk verðlaunað á degi fatlaðra. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Öryrkjabandalag Íslands. Heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Hvatningarverðlaun ÖBÍ. Verðlaunahafar 2014 Geymt 2 maí 2019 í Wayback Machine. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Nýr forseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Stjórn og starfsfólk. Stjórn Menntavísindasviðs. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Skýrsla nefndar samkvæmt lögum nr. 26/2007. Könnun á vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993. Reykjavík. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2017). Mikilvægt að raddir fatlaðs fólk heyrist. Sótt 7. september 2019.
- ↑ Stjórnarráð Íslands. Réttindavaktin. Sótt 7. september 2019.