Guðbrandur Hlíðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðbrandur Einar Hlíðar (9. nóvember 1915 - 31. desember 2000) var dýralæknir í Reykjavík.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1935 og dýralæknaprófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1944.

Sambýlismaður Guðbrands frá árinu 1956 var Sven Bertil Herder Andersson, danskennari og gerlafræðingur. Þeir gengu í staðfesta samvist árið 1996.[1]

Ásgeir Guðmundsson skráði æviminningar hans og komu þær út í bókinni Eyrnatog og steinbítstak hjá Skjaldborg árið 1992.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Merkir Íslendingar - Guðbrandur Einar Hlíðar“, Morgunblaðið, 9. nóvember 2015.