Fara í innihald

Grunnleigusamningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grunnleigusamningur er leigusamningur sem leigusali gerir við leigutaka sem veitir hinum síðarnefnda heimild til að bæta við og viðhalda eigin mannvirkjum á lóðinni. Á Íslandi er þetta leiguform algengast í þéttbýlum en í þeim tilvikum er jafnan sveitarfélagið eigandi jarðarinnar og íbúar þeirra leigutakarnir. Leigutökunum er óskylt að afla sér leyfis leigusalans til að framselja samningnum til annars leigutaka nema um annað hafi verið samið, ólíkt því sem á við um marga venjulega leigusamninga.

Leigutíminn, leigugreiðslur og aðrir nánari skilmálar ráðast af hverjum grunnleigusamningi fyrir sig en að oft spannar leigutíminn 50 ár eða lengra tímabil. Í tilviki sveitarfélaganna er litið svo á að meginreglur stjórnsýsluréttarins leiði til þess að sérstök ástæða þurfi að liggja að baki uppsögnum sveitarfélaga á þeim samningum, en í framkvæmd er ágætlega sjaldgæft að slíkt gerist þegar leigutakinn er í skilum.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.