Grundartangi
Grundartangi er iðnaðarhverfi í Hvalfjarðarsveit við utanverðan og norðanverðan Hvalfjörð.
Staðhættir
[breyta | breyta frumkóða]Staðurinn fær nafn sitt af klettatanga sem skagaði út í fjörðinn en er nú undir landfyllingu. Hverfið er í landi Klafastaða og Kataness sem áður tilheyrðu Skilmannahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi. Báðar jarðirnar tilheyra landnámi Þórmóðs gamla Bresasonar.[1]
Í nágrenninu má finna Katanestjörn, Hólmavatn og Eiðisvatn. Neðan við hverfið eru víkurnar Leynir og Sýrumannavik[svo].[2][3]
Stóriðja
[breyta | breyta frumkóða]Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga tók til starfa árið 1979, og er nú næststærsti framleiðandi kísiljárns í heimi.[4] Álverið á Grundartanga tók til starfa árið 1998. Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials undirbýr byggingu sólarkísilverksmiðju á staðnum sem hefja á starfsemi árið 2018.[5]
Mengun af brennisteinstvíoxíði, flúori og svifryki í Hvalfirði vegna stóriðju á Grundartanga er umdeild.[6]
Hafnargerð hófst árið 1977 og er Grundartangahöfn nú meðal stærstu hafna landsins. Höfnin er rekin af Faxaflóahöfnum og er í eigu Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Í undirbúningi er að stækka höfnina enn frekar.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Gísli Gíslason (apríl 2011). „Grundartangahöfn: Skipulag og starfsemi“ (pdf). Sótt 26. apríl 2016.
- ↑ Svavar Sigmundsson. „Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavik, skammt vestan við Grundartanga?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2012. Sótt 26. apríl 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=61789.
- ↑ Kortasjá Landmælinga Íslands. Skoðað þann 26. apríl 2016.
- ↑ Elkem Iceland Geymt 19 mars 2016 í Wayback Machine (á ensku). Sótt þann 26. apríl 2016.
- ↑ „207 milljarða kísilverksmiðjur“. Viðskiptablaðið. 25. september 2015. Sótt 26. apríl 2016.
- ↑ „Mengun við þolmörk á Grundartanga“. Vísir. 8. maí 2013. Sótt 26. apríl 2016.