Grein (flokkunarfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blái hluti myndarinnar táknar grein, en hún hópar saman skriðdýrum (reptilia) og fuglum (aves) en þau eru talin einstofna.

Grein er hópur í vísindalegri flokkun lífvera sem inniheldur einn sameiginlegan forföður og alla afkomendur (sifja) hans. Þeir afkomendur sem kvíslast út frá greinum eru einstofna. Líta má á hugtakið grein í flokkunarfræði sem trjágrein- ef grein er klippt af tré (þ.e. þróun tegunda) þá samanstendur trjágreinin sem klippt var af af neðsta hluta greinarinnar (sameiginlega forföðurinn) og öllum öngunum sem kvíslast út frá neðri hluta greinarinnar (afkomendur).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]