Fara í innihald

Glæstar vonir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Great Expectations)
Glæstar vonir
Opnusíða fyrstu útgáfu fyrsta bindis bókarinnar frá 1861.
HöfundurCharles Dickens
Upprunalegur titillGreat Expectations
ÞýðandiSigríður Magnúsdóttir (1995)
Jón St. Kristjánsson (2021)
LandBretland
TungumálEnska
ÚtgefandiChapman & Hall
Útgáfudagur
1861; fyrir 163 árum (1861) (sem bók)
ISBNISBN 9789979340591

Glæstar vonir (Great Expectations) er skáldsaga eftir Charles Dickens skrifuð á árunum 1860 til 1861. Hún fjallar um munaðarleysingjann Pip. Hann lendir í því að strokufanginn Magwitch, sem hann hræðist, fær hann til að útvega sér mat og tól til að losa sig úr fótajárnum. Þetta atvik á síðar eftir að hafa áhrif á líf Pip, sem síðar fær óvænta fúlgu fjár frá óþekktum velunnara sem verður til þess að hann fer til London með glæstar vonir um betra líf, en lendir í erfileikum og ólukkan eltir hann.

Glæstar vonir í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi

[breyta | breyta frumkóða]

Líkt og önnur verk Charles Dickens hefur sagan "Glæstar vonir" verið kvikmynduð. Í nútímanum hefur sagan einnig verð færð í "annan búning":

  • 1917 – hljóðlaus kvikmynd, aðalleikarinn var Jack Pickford, leikstjóri Robert G. Vignola.
  • 1922 – hljóðlaus kvikmynd gerð í Danmörku, aðalleikari var Martin Herzberg, leikstjóri A.W. Sandberg.
  • 1998 – Glæstar vonir eða „Great Expectations“, kvikmynd með Ethan Hawke og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum, leikstýrt af Alfonso Cuarón. Hér er sagan sett í „nútímalegan búning“ og gerist í New York í Bandaríkjunum. Pip hefur verið endurnefndur Finn og Fröken Havishham endurnefnd Nora Dinsmoor.