Grafkerjamenningin
Útlit
Grafkerjamenningin eða brunaöld er tímabil í forsögu Mið- og Norður-Evrópu seint á bronsöld þegar farið var að brenna lík og setja öskuna í grafker sem síðan voru grafin í sérstökum görðum eða lögð í grafhauga. Grafkerjamenningin tók smám saman við af grafhaugamenningunni um 1300 f.Kr. og stóð til um 750 f.Kr. þegar Hallstattmenningin tók við.