Grafkerjamenningin
Einfaldað kort sem sýnir skiptingu milli menningarsvæðia um 1200 f.Kr.. Grafkerjamenningin (rauð), Knoviz-menningin (appelsínugul), Lúsatíumenningin (fjólublá), Dónármenningin (brún), Terramare (blá), Atlantshafsmenningin (græn) og norræna bronsöldin (gul).
Grafkerjamenningin eða brunaöld er tímabil í forsögu Mið- og Norður-Evrópu seint á bronsöld þegar farið var að brenna lík og setja öskuna í grafker sem síðan voru grafin í sérstökum görðum eða lögð í grafhauga. Grafkerjamenningin tók smám saman við af grafhaugamenningunni um 1300 f.Kr. og stóð til um 750 f.Kr. þegar Hallstattmenningin tók við.