Grace Hopper
Grace Murray Hopper (9. desember 1906 – 1. janúar 1992) var bandarískur tölvunarfræðingur og undirflotaforingi í bandaríska sjóhernum. Hún var ein af þeim fyrstu sem forrituðu Harvard Mark I og þróaði fyrsta þýðandann fyrir forritunarmálið A-0 árið 1952.
Hopper lauk doktorsprófi í stærðfræði við Yale-háskóla árið 1934. Eftir að hafa sinnt stærðfræðikennslu við Vassar College gekk hún í bandaríska sjóherinn árið 1943 og varð árið eftir hluti af forritunarteymi Howard H. Aiken við Harvard. Árið 1949 hóf hún störf hjá Eckert-Mauchly Computer Corporation sem þróaði tölvuna UNIVAC I. Þar þróaði hún fyrsta þýðandann. Í kjölfarið vann hún að skilgreiningu og stöðlun forritunarmála á borð við COBOL og FORTRAN.
Frægt er að starfsmenn Hopper lagfærðu tölvu með því að fjarlægja úr henni mölflugu. En enska orðið debugging getur einmitt hvort heldur vísað til þess að lagfæra hnökra eða fjarlægja pöddu. Sjaldgæft er að báðar merkingarnar eigi við sama atvik. Sagan var í miklu uppáhalda hjá Hopper.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fred R. Shapiro. 1987. Etymology of the Computer Bug: History and Folklore. American Speech, 62. árgangur (4. tölublað), bls. 376–378. doi:10.2307/455415